top of page

MÁLMBORÐIÐ

Eistnaflug kynnir með stolti málmborð ársins 2020!
Eistnaflug hefur gert það að venju að bjóða uppá málmborðsumræður um málefni líðandi stundar.  Markmiðið með þeim er að dýpka skilning okkar á sjálfum okkur og öðrum í kringum okkur, auk þess að opna gátt sem fólk getur nýtt sér til að opna fyrir það sem á þeim liggur.

Eistnaflug proudly presents the metalpanel of 2020!
Eistnaflug has made it a tradition to offer our guests a panel discussion on current topics. The goal is to deepen our understanding of ourselves and others around us and also give our guests a platform to share what is on their mind. 

Unfortunately all panels are in Icelandic except the 2nd panel with Metalheads Against Bullying (see below). 

Rokkararnir í sófanum

Þetta málmborð verður huggulegt samsæti þar sem fólki gefst kostur á að kynnast aðeins fólkinu á bak við sviðspersónurnar. Orðið verður frjálst og ekkert sem ekki má ræða, allavega ekkert sem verður fyrirfram ákveðið. Við bjóðum í sófaspjall þekktustu rokkurum landsins fáum þá til að opna aðeins inn að manneskjunni sem gerir sig klára baksviðs og stígur svo á svið sem rokkgoð.

•  Fimmtudagur 9. júlí - tími dags tilkynntur síðar

•  Panel Language: Icelandic

Metalheads Against Bullying

Metalheads Against Bullying eru norsk samtök sem voru stofnuð árið 2015 til að veita þeim skjól sem eiga undir högg að sækja. Samtökin gera út á hátíðir um alla Evrópu og setja upp griðastað þar sem fólk getur komið og hvílt sig, spjallað við annað fólk, fengið sér vatnssopa eða bara fengið smá frið frá áreitinu sem skapast getur á tónlistarhátíð. Þau eru klapp á bakið, hughreystandi orð eða öxl til að gráta á og reyna eftir fremsta megni að hjálpa hverjum og einum eftir þörfum hvers einstaklings. Þar fyrir utan eru þau í uppbyggingarstarfi og styðja við einstaklinga sem hafa lent illa í einelti. Þau hjálpa þeim einstaklingum að finna sér svið og að blómstra. Leif og Wenke Munkelien, stofnendur samtakana heiðra okkur með nærveru sinni líkt og í fyrra og leiða eineltismálmborðið.

Metalheads Against Bullying are a Norwegian organization that was founded in 2015 to give shelter to those that have among other things experienced bullying in some way. They visit festivals all over Europe and provide guests with a safe place where they can come, rest and talk to other people. They are a pat on the back, encouraging words or a shoulder to cry on and they try to help each individual at their level - each person is unique. Leif and Wenke Munkelien, the founders of the organization will honor us with their presence at Eistnaflug like they did last year and will lead this panel on bullying.

Friday July 10th - time of day TBA

Panel Language: English

Fíkn

Síðasta Málmborðið á þessu ári fjallar um fíkn. Þar verða á borði þekktir rokkarar, sérfræðingar úr heilsugeiranum og aðrir valinkunnir. Markmiðið með þeim hlutum málmborðsins sem fjalla um andans mál er að fá áheyrendur til að átta sig á að þeir eru ekki einir og hjálpin er gjarnan stutt frá ef maður bara réttir út hendina. Við teljum þó okkar gesti ekki vera í meiri þörf fyrir málmborð um andleg málefni og fíkn en aðrir en við teljum það hinsvegar okkar samfélagslegu skyldu að bjóða okkar gestum uppá margskonar fræðslu tengda þeim málefnum. Málmborð fyrri ára á Eistnaflugi sem tengd voru þessu málefni hafa reynst vel og fengið mjög góðar viðtökur.

Laugardagur 11. júlí - tími dags tilkynntur síðar

Panel Language: Icelandic

 

bottom of page